Til hamingju með daginn íslenskir sjómenn!

Í dag er sjómanna­dagur­inn, sem hefur breyst í tím­anna rás. Man ég þann tíma þar sem allir lands­menn fögn­uðu með sjó­mönn­um á þess­um degi, enda sjávar­útvegur og sjó­mennska aðal-drif­fjöðrin í þessu landi. Útgerð­ar­fyrir­tækin voru stað­sett dreift um allt land, sköp­uðu vinnu og fjöl­breytt menn­ingarlíf.

Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stór­fyrirtæki hafa sópað að sér kvóta lands­manna í boði stjórn­valda, með þeim afleið­ingum að einungis örfá stór sveitar­félög hafa einhvern sjávar­útveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi. Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strand­veiðar sem stefnu­mál sitt fyrir síðustu kosn­ingar og meinti það, enda fullmótuð aðferða­fræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggða­kvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóð­fylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu.

Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breyt­ingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávar­útveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein.

Íslenska þjóðfylkingin vill óska lands­mönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf „hetjur hafsins og bjargvættir landsins“, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.

F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.

Dagur verkalýðsins, 1. maí.

Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Guðmundur Þorleifsson

formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.  1. maí er  og á að vera hugleikin öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.

Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.

Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr, þau verði skattlaus og skerðingar króna á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.

Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.

Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhrædd við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.

Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.

Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausrar úrbóta á lóðaskorti sveitafélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kosnaðarverði.  Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi  fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.

Það er komin tími til að Íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.

 

Ályktun landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar

2. apríl um öryggis -og varnarmál

„Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita. Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildar­ríki heitið að leggja meira fram til sameigin­legra varna. Núver­andi ríkis­stjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikil­væga þjóðar­öryggismál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.“

Ályktun landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. apríl um ætlun ríkisstjórnarinnar að rýmka löggjöf um fóstureyðingar

“Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstur­eyðingum.”

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Ný stjórn 2017

Ný stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar sem kjörin var á landsfundi 2. apríl síðastliðin fundaði í kvöld. Guðmundur Þorleifsson sem kosin var nýr formaður stýrði fundi og nýr ritari flokksins, Sverrir Jóhann Sverrisson, ritaði fundargerð. Farið var í gegnum ályktanir sem landsfundur samþykkti. Landsfundur ályktaði meðal annars að flokkurinn skyldi bjóða fram í Reykjavík og ræddi stjórnin helstu atriði sem þarf að byrja að undirbúa fyrir framboð í næstu borgarstjórnarkosningum. Fjórir flokkstjórnarmenn voru fjarverandi í kvöld af ýmsum ástæðum. Góður andi og sóknarhugur ríkti á fundinum enda Íslenska þjóðfylkingin í sóknarhug.

Vel heppnaður landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar

Guðmundur Þorleifsson var kjörinn nýr formaður á landsfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar sunnudaginn 2. apríl. Alls voru fjórir í kjöri til formanns. Guðmundur hlaut glæsilega kosningu eða 64% greiddra atkvæða. Guðmundur hefur starfað sem rafvirkjameistari í fjölda ára og lengst af í sínu eigin fyrirtæki. Guðmundur segir mikilvægt að standa fullkomlega við stefnuskrá flokksins og hvika þar hvergi. Á myndinni takast þeir í hendur nýkjörinn formaður og Helgi Helgason fráfarandi formaður.

Ályktanir samþykktar og nýrri flokksstjórn falið að yfirfara þær nánar.

Meðal annars  var ályktað að fela nýrri stjórn að hefja undirbúning að framboði í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum. Margir hafa haft samband við flokkinn og hvatt til framboðs flokksins í Reykjavík. Framboð í Reykjavík yrði til höfuðs núverandi meirihluta sem hefur staðið sig afspyrnu illa í stjórnun borgarinnar. Flokksstjórn mun fara yfir þær ályktanir sem komu fram á landsfundinum og senda þær út til fjölmiðla.

Nýr varaformaður og ritari

Reynir Heiðarsson smiður var kjörinn varaformaður. Reynir hefur starfað í Íslensku þjóðfylkingunni frá stofnun og setið í flokksstjórn flokksins. Reynir var annar á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum.
Sverrir Jóhann Sverrisson var kjörinn nýr ritari. Sverrir hefur starfað með Íslensku þjóðfylkingunni frá stofnun og sat áður í flokksstjórn. Hann hefur séð um opið hús hjá flokknum á miðvikudögum í vetur. Sverrir hefur starfað sem umsjónarmaður fasteigna.
Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um velferðakerfið, sjálfstæði Íslands og íslenska menningu

Skráðu þig í flokkinn!

* Staðfesting er send í tölvupósti.
Nöfn þeirra sem skrá sig verða ekki birt.

Grunnstefna flokksins er: Einstaklingsfrelsi, að auka beint lýðræði, takmörkun ríkisafskipta, gegnsær ríkisrekstur, náttúruvernd og haftalaus milliríkjaviðskipti.
Íslenska þjóðfylkingin beitir sér fyrir
auknu jafnvægi í byggðum landsins, málefnum fjölskyldna og heimila. Að efla smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru hornsteinar samfélagsins. Málefni öryrkja og aldraðra verði í öndvegi og að vinna gegn fátækt á Íslandi.
R

Öryggismál

Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í
öryggis- og varnarmálum með beinum hætti.

R

Skattleysismörk

Íslenska þjóðfylkingin vill hækkun persónuafsláttar þannig að skattleysismörk verði 300 þúsund. Tekjutengingar aldraðra, öryrkja og námsmanna verði afnumdar.
R

Fjármálafyrirtæki

Reglur um fjármálafyrirtæki verði stórhertar. Tekið verði af hörku á spillingu og fjármálamisferli. Bankar fái ekki að búa til peninga (þjóðpeningakerfi). Aðskilja skal fjárfestinga- og viðskiptabanka.
R

Landsvirkjun

Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafstrengur úr landi.
Þjóðfylkingin vill endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum

Skráðu þig í flokkinn!

* Staðfesting er send í tölvupósti.
Nöfn þeirra sem skrá sig verða ekki birt.

Aukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.
Meðmælendur fyrir Íslensku þjóðfylkinguna óskast
Íslenska þjóðfylkingin leitar eftir stuðningi þínum til að geta boðið fram í næstu alþingiskosningum. Við viljum biðja þig að ljá okkur nafn þitt á meðmælendalista fyrir þitt kjördæmi. Smelltu á hnappinn fyrir neðan fyrir þitt kjördæmi til að sækja meðmælendalistann, prentaðu hann út, undirritaðu listann og sendu til „Íslenska þjóðfylkingin, Pósthólf 22, 202 Kópavogur”.

Viljir þú safna frekari undirskriftum yrði það vel þegið.

Ath.: Meðmælendur geta hvorki skráð sig sem meðmælendur á öðrum lista til kjörgengis né verið í framboði hjá öðrum flokkum. Gæta skal að viðkomandi sé með kosningarétt og lögheimili í viðkomandi kjördæmi.

Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslendinga í
öryggis- og varnarmálum.

Íslenska þjóðfylkingin hafnar alfarið aðild Íslands að Evrópusambandinu og TISA. Við viljum úrsögn úr Schengen án tafar.
R

Lífeyrissjóðskerfið

Lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað í heild sinni.
R

Skuldaleiðrétting

Íslenska þjóðfylkingin vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána og afnema verðtryggingu.
R

Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisþjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi.
R

Ríkiseignir

Íslenska þjóðfylkingin vill opið og gagnsætt ferli ef kemur að sölu ríkiseigna.
Íslenska þjóðfylkingin vill herta innflytjendalöggjöf

Skráðu þig í flokkinn!

* Staðfesting er send í tölvupósti.
Nöfn þeirra sem skrá sig verða ekki birt.

og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Íslenska þjóðfylkingin hafnar sharía-lögum og vill að búrkur, starfsemi moska og kóranskóla verði bönnuð á Íslandi.
R

Innflytjendamál

Íslenska þjóðfylkingin hafnar skólahaldi íslamista á Íslandi. Þjóðfylkingin vill styðja þá innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi.
R

EES

Íslenska þjóðfylkingin vill úrsögn úr Evrópska efnahagssambandinu og styður tvíhliða viðskiptasamning við Evrópusambandið.
R

Stjórnarskrá

Ísenska þjóðfylkingin vill þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál sem varða þjóðarheill og stjórnlagadómstól í núverandi stjórnarskrá sem ÍÞ styður.
R

Landsvirkjun

Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafstrengur úr landi.
Íslenska þjóðfylkingin styður kristin gildi og viðhorf

Skráðu þig í flokkinn!

* Staðfesting er send í tölvupósti.
Nöfn þeirra sem skrá sig verða ekki birt.

Íslenska þjóðfylkingin virðir trúfrelsi en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá.
R

Landbúnaður

Íslenska þjóðfylkingin styður íslenskan landbúnað. Íslenskir bústofnar verði varðveittir.
R

Evrópusambandið

Íslenska þjóðfylkingin hafnar alfarið aðild Íslands að Evrópusambandinu og TISA.
R

Schengen

Íslenska þjóðfylkingin vill Ísland úr Schengen án tafar.
R

Alþjóðasamstarf

Íslenska þjóðfylkingin styður aðild Íslands að NATO, EFTA og alþjóðlegu samstarfi.

Kíkið við á skrifstofuna

Skrifstofan er opin á þessum tímum í febrúar: Miðvikudögum milli 19 og 20. Fimmtudögum milli 16 og 18.

Sími flokksins er opin  alla daga frá kl. 13 til 22. Síminn er 789 6223.

Nú förum við að spíta í lófana og keyra flokksstarfið á fullaferð áfram.

SKRIFSTOFA

Dalshraun 5,
Hafnarfirði.

NETFANG
thjodfylkingin@x-e.is
SÍMI

(354) 789 6223

Skrifstofa Íslensku þjóðfylkingarinnar

Share This