Það voru líflegar umræður sem spunnust um stjórnmálaástandið í kaffispjallinu hjá Íslensku þjóðfylkingunni á opnu húsi í dag. Við vorum með opið hús frá klukkan 13 til 15 í dag sunnudag, 17. september. Líflegar umræður voru líka um vanda heilbrigðiskerfisins og kosti og galla þess að útvista verkefnum úr kerfinu.

Ætlunin er að opið hús verði fastur liður hjá okkur á næstunni og verður það auglýst hér á heimasíðunni okkar x-e.s og á fésbókarsíðunni.

Share This