Íslenska þjóðfylkingin óskar Íslendingum til hamingju með daginn í dag, 17.  júní.

Það er brýnt að við missum aldrei sjónar á sjálfstæði okkar og fullveldi og því heitir Þjóðfylkingin að standa vörð um.

Það er leitt og jafnvel óhuggulegt að vita til þess að í þjóðfélagi okkar og á Alþingi er fólk sem vinnur hörðum höndum að því að svipta okkur sjálfstæðinu og koma því í hendurnar á erlendu auðvaldi og alþjóðaklíkum. Þetta segjast þeir vilja gera í nafni alþjóðahyggju og alþjóðasamvinnu.

Aftur til hamingju með daginn. Skemmtum okkur í dag og heiðrum minningu þess fólks sem gerði það að verkum að við erum sjálfstæð þjóð.

Share This