Þeir ríða ekki við einteyming meirihluti Reykjavíkurborgar. Hér réðst meirihluti Reykjavíkurborgar ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, hann var löngu hruninn! Jú ég er að vekja athygli á hvernig stóru borgarstjórarnir þeir Dagur og Einar, eða skulum við kalla þá borða klippu kallanna, er þeir ganga hart að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu okkar!
Borgarstjórn samþykkti aðför að öryrkjum sem tók gildi þann 1. maí 2023 um skerðingu húsnæðisstuðnings vegna þess að í þeirri verðbólgu sem er í framkvæmd búin til af ríkisvaldinu og sveitafélögum sá ríkið sig knúið til að hækka húsnæðisbætur til öryrkja um 10.000 kr., og því var það sjálfsagt hjá borgarstjórn að nota tækifærið til að lækka húsnæðisstuðning til handa sömu aðilum um 10.000 kr., það er að ríkið er í sjálfu sér einungis að styrkja Reykjavíkurborg í sínu sjóðasulli í stað þess að viðkomandi fjárhæð átti að koma þeim sem minnst hafa á milli handanna lífsviðurværi!
Hér er afrit sem kemur frá einum öryrkja sem lýsir hugarfari Framsóknar og Samfylkingar, jú þau eru leiðandi í stjórn Reykjavíkurborgar og þar með ábyrg fyrir þrælskúgun gegn öryrkjum! „
Hafi einhver hlustað á formann Samfylkingarinnar er hún var með alvarlegar athugasemdir gegn ríkisstjórn landsins, þá vil ég koma því á framfæri að það væri ekki viturlegt að fara úr öskunni í eldinn og velja óráðsíuflokk á borð við Samfylkingu til að leiða eða vera áhrifavaldur um framtíð landsins. Það er greinilegt að einungis eru örfáir sem treystandi er til að standa vörð um þjóðarskútuna, sem eru á alþingi Íslendinga.
Nú skulum við koma að kjarna málsins, hvers vegna ætli sé svona komið fyrir fjármálum Reykjavíkur, að það virðist vera óumflýjanlegt að traðka á öryrkjum og þeim sem minnst mega sín í þjóðfélagi okkar? Ein af ástæðum þess er að mikill kostnaður er ekki af öryrkjum heldur af fólki sem er flutt hér inn í stórum stíl, það fær húsnæði, læknishjálp, lögfræðiþjónustu, framfærslukostnað sér að kostnaðarlausu, þá er afætuiðnaðurinn í kringum þessa þjónustu slíkur að það hriktir í tómum peningakassa borgarinnar, hann er hriplekur og engin merki þess að meirihluti borgarinnar sé fær um að stoppa í götin. Íslenska þjóðfylkingin leggur til að aftur verði fækkað í borgarstjórn, því það hefur sýnt sig að þeim um færri sem borgarfulltrúar eru þeim minni vitleysa er framkvæmd, sem leiðir til sparnaðar. Að sama skapi þarf að minka stjórnsýslu borgarinnar um 50%, stöðva alla viðtöku flóttafólks ( þá er ég ekki að tala um fólk í neyð heldur efnahagsflóttamenn ), á vegum borgarinnar. Borgin hefur hvort sem er ekkert að gera með þá sem koma til að vinna, eða eru og vilja leggja sitt að mörkum til samfélagins, það er á vegum ríkisins, en gjaldþrota borg þarf að fara í gjörgæslu, svo koma megi í veg fyrir að selja þurfi fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri grunn þjónustu fyrirtæki sem skila arði til erlendra nýlenduherra.