Nú er svo komið að áróðursvélar þeirra sem vilja selja landið til ESB, eru komnar á þvílíkt skrið, að það setur þeim engin mörk. Eftir jarðakaupa umræðuna er komin á fljúgandi ferð heilaþvottur fyrir því að Íslendingar afsali sér yfirráðum yfir orkuauðlindum, orkuframleiðslu og orkusölumálum til ESB með innleiðingu þriðja pakka orkumálatilskipunnar ESB.   Hér er á ferð hreint afsal á fullveldi þjóðarinnar og er með eindæmum að einhver skuli leggja þessu lið, hvað þá að æðstu ráðamenn þjóðarinnar sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar, standi í farabroddi.  Til að leggja enn fremur áherslu á málið er kölluð til fyrrverandi ráðherra úr stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigurðssonar sem vildu troða upp á okkur icesave  skuldbindingum, en hér er á ferðinni Ragna Árnadóttir sem er og hefur verið hvatamaður fyrir inngöngu í ESB og innlimun landsins undir Evrópusambandið.  Þetta kom en og aftur fram á fundi sem haldin var um þessi mál, þar sem hún var einn af talsmönnum þess að samþykkja orkupakkann.

Núna skal troða þessu enn fastar ofan í kok á Íslendingum, þar sem kallaður er til Marie Eriksen Söreide utanríkisráðherra Noregs, sem eru með allt niður um sig í þessum orkumálum, enda búnir að selja sálu sína til ESB og hafa allt aðra hagsmuni en við Íslendingar í þessum geira. Ætli Norðmenn séu henni sammála nú þegar orkuverð í Noregi hefur hækkað um 50% á stuttum tíma í sumar og þar er orðið eitt dýrasta verð á raforku í Evrópu.  Ætli Norðmenn og Sádar myndu taka það í mál að selja olíuauðlindir sínar til ESB, það er sambærilegt og farið er fram á að gert sé hér gagnvart Íslendingum.  Nei! er svarið. Íslenska þjóðfylkingin hafnar öllum tilraunum sem eru unnar að því markmiði að afsala gæðum íslenskra auðlinda og réttindum til annarra stjórnvalda, þar með talið til ESB.

Íslenska þjóðfylkingin hafnar innleiðingu þriðja pakka orkumála ESB, og þar með afsali á auðlindum þjóðarinnar.  Nú er tími til að standa saman og láta í sér heyra, það gerum við ekki eftirá, þá verður það of seint í rassinn gripið.

Share This