Flóra forsetaframjóðenda er nokkuð einsleit. Allir frambjóðendur nema einn eru frambjóðendur sem þóknast Góða fólkinu. Nú hefur forsætisráðherra og ESB sinni bæst í hóp frambjóðenda og því ber að fagna.

Af hverju skildi það nú vera?

Það er vegna þess að mati margra sem eru fráhverfir hugmyndinni um að Ísland gangi í ESB að þegar kemur að forsetakosningum munu atkvæði ESB sinna dreifast svo mikið að sá sem hefur það einn á stefnuskrá sinni að setja lög um hugsanlega tillögu Alþingis um ESB aðild í þjóðaratkvæði mun gera það og mun ná kjöri og standa við það.

Sá maður er Arnar Þór Jónsson. Hann hefur skrifað um -og varað mjög gegn þeim yfirgangi sem ESB hefur sýnt Íslendingum.

Hann hefur alltaf verið staðfastur í þeim málflutningi í ræðu og riti löngu áður en ljóst var að Guðni yrði ekki í aftur í framboði.

Kjósendur hljóta að geta sett traust sitt á mann sem yfirgefur starf sem tryggði honum ævilangt starfsöryggi og laun sem aðeins æðstu embættismönnum eru tryggð ævilangt til þess að tala máli almennings og sjálfstæði þjóðarinnar.

Arnar Þór var dómari og dómara er ekki hægt að reka úr starfi og eftir nýjasta dóm hæstaréttar er ekki hægt að lækka laun dómara eins og fjársýslan ætlaði að gera eftir að fjársýslan taldi að hún hefði greitt (óvart) æðstu embættismönnum of hálaun.

Maður sem yfirgefur svoleiðis starf hlýtur að meina það sem hann segir.

Yfirgefur það til að tala máli þjóðarinnar. Það hlýtur að vera meira í svoleiðis einstakling spunnið heldur en þá sem koma úr stjórnmálunum og eru þekktir fyrir að svíkja allt sem þeir segja?

Til dæmis Jón Gnarr sem sagðist ætla að svíkja öll sín kosningaloforð sem borgarstjóri og gerði það!

Eða Katrínu Jakobsdóttur sem var í forystu VG þegar sá flokkur sveik sitt loforð um að leggja aldrei inn umsókn til ESB. En sveik það!

Íslendingar ættu að fylkja sér um framjóðenda sem meinar það sem hann segir og mun passa uppá sjálfstæðið og kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur Íslandi og almenningi til varnar gegn yfirstéttar -og landsölu fólkinu á Alþingi.

Share This