Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar lýsir miklum áhyggjum af takmarkalausum jarðakaupum erlendra auðkýfinga og  erlendra félaga á Íslandi með vísan í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Í öllum Evrópuríkjum eru settar skorður við kaupum útlendinga á jörðum. Óskiljanlegur  með öllu er sá sofandaháttur sem fjórflokkurinn, lýðskrumsflokkarnir á Alþingi, hafa sýnt í þessu máli og öðrum sem snúa að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Tafarlaust verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru okkar í EES.

Það skal áréttað að stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er að EES verði sagt upp og farið í tvíhliðaviðræður við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.

Takmarka verður eignarhald útlendinga, með skilyrðum og að erlendum félögum verði bannað að eiga landareignir á Íslandi. Við getum tekið upp áþekk lög og gilda í og Noregi.
Í fyrsta lagi eiga íslenskir bændur ekki að vera leiguliðar hjá erlendum landeigendum í eigin landi. Ef erlendir auðmenn vilja eignast land á Íslandi á að setja lög um að þeir þurfi að eiga hér fasta búsetu og þar af leiðandi greiða sitt til samfélagsins, en ekki gera þeim kleift að mergsjúga bændur og búalið. Það er komið nóg af nýlendustefnu auðmanna sem mergsogið hafa almúgann hér á landi.

Í örðu lagi er Íslenska þjóðfylkingin með hreina stefnu í þessum málum. Lögbýli skulu vera í eigu Íslendinga. Vilji maður af erlendu bergi brotinn, eignast lögbýli, skal hann fyrst gerast íslenskur ríkisborgari.  Þar með kemur hann til með að greiða skatta og skyldur til samfélagsins eins og lög gera ráð fyrir.
Eingöngu verði heimilt fyrir erlenda ríkisborgara að eiga stök hús í þéttbýli eða á skipulögðum sumarbústaðasvæðum, enda greiði þeir gjöld af þeim. Ekki verði heimilt fyrir erlenda ríkisborgara að eiga eða safna saman fjölda húseigna til atvinnustafsemi nema að rekstur sé undir íslenskri fyrirtækjaskráningu og af þeirri starfsemi séu greidd eðlileg gjöld eins og um slíka starfsemi gilda. Heimilt verði fyrir sveitafélög að leggja á áætlaðar greiðslur ( hlutfallsútsvar til að standa undir kostnaði sem ekki er innifalinn í fasteignagjöldum ) á íbúðir sem leigðar eru út, sé viðkomandi leigjandi ekki skattskyldur á Íslandi.

Sveitarfélög og íslenska ríkið skal í öllum tilfellum eiga forkaupsrétt af jörðum á Íslandi.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This