Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar mótmælir harðlega þeim áherslum sem núverandi Alþingi sér ástæðu til að setja í forgang rétt fyrir kosningar.

Þrátt fyrir að brýnast sé að leysa vandamál Íslendinga sem eru í húsnæðishraki og búa í tjöldum og húsbílum vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið og þann bráðavanda sem bændur búa við, þá sér Alþingi það brýnast að opna landið enn frekar fyrir hælisleitendum og auka útgjöld til þessa málaflokks. Leiða má líkum að því að sú upphæð sem íslenskir skattgreiðendur neyðast til að greiða með þessu sérstaka áhugamáli íslenskra stjórnmálamanna, og er þá engin flokkur undanskilin, verði um 14 milljarðar á þessu ári.

Íslenska þjóðfylkingin lýsir því yfir að flokkurinn muni skrúfa alveg fyrir opin landamæri og endurúthluta þessum 14 milljörðum í þágu íbúa Íslands. Sem dæmi má nefna þyrfti aðeins lítið brot af þessum peningum til að halda bráðageðdeild fyrir alla, þar með talið ungt fólk í sjálfsvígshugleiðingum, opinni allan sólarhringinn.

(sign) Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This