Nú þegar árið 2018 er á enda, er vert að rifja upp það helsta, sem á árinu hefur drifið og þá framtíðarsýn sem Íslenska þjóðfylkingin þarf að berjast fyrir á árinu 2019.

Þau mál sem eru mér mest hugleikin eru hér að neðan, þó ég gæti eflaust fylgt margar blaðsíður þar um.

Fyrst skal nefna frábæran árangur fjölda íþróttaiðkenda, enda ríkisstjórnin hvergi nálæg, þóttust þeir svo merkilegir að þeir væru yfir það hafnir að sýna drengjunum okkar þá virðingu að mæta á HM í Moskvu, báru þeir fyrir sig arfavitlausri refsisamþykkt, sem þeir einir þjóðarleiðtoga framfylgdu.  Ekki einu sinni Frakklandsforseti lagðist svo lágt sem íslenskir ráðamenn, þegar kemur að hræsni sýndarmennsk-unnar,  sem þeir sýndu með slíkri framkomu, þjóðinni til ævarandi skammar.

Þá varð árangur smáflokka ekki beysinn í síðustu borgar-stjórnarkosningum, en aftaka RÚV á þeim var sérstaklega eftirminnileg. Borgarbúar létu glepjast undir handleiðslu RÚV og kusu áframhaldandi fjárausturs og aðhaldsleysis flokka, undir stjórn  borgarstjóra til setu næstu fjögur árin.   Ekki leið á lögnu er spillingarmál þau, er Íslenska þjóðfylkingin hafði  bent á í aðdraganda kosninga, fóru að koma upp á yfirborðið ásamt fleirum, þar sem fjármunum borgarbúa hafði verið ausið út og suður, eins og engin væri morgundagurinn.  Braggamálið varð það sem fyllti mælin hjá sumum, en vinstri meirihlutinn sem Dagur B. Eggertsson leiðir situr enn sem fastast, þó skoðanakannanir sýni að yfir 80% vilji að hann axli ábyrgð og segi af sér.  Nei! Viðreisnar og Vinstri grænu maddömurnar mega ekki til þess hugsa að missa stólseturnar sínar og bera því fulla ábyrgð á spillingunni innan borgarkerfisins. Þeirra sé skömmin og vanvirðing sú er þær dengja blautri tuskunni framaní borgarbúa og verja þann fjáraustur sem leiddur er áfram af borgarstjóra.

Þá skal nefna undirskrift ríkisstjórnarinnar undir handleiðslu Sjálfstæðisfokksins, þar sem  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur farið hamförum til að Ísland gerðist fullgildur aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna,  þeim er undirritaður var í   Marrakech í Marokkó og nefnist  Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration upp á ensku.  Ósannindi þau, er stjórnarliðar og flestir alþingismenn báru fram, var! “ að um marga fyrirvara væri að ræða, af hálfu íslenskra stjórnvalda”. Því miður reyndist þar um hreinar lygar að ræða, og alþingismönnum sem og stjórnvöldum til skammar.  Maður spyr sig! Hvar er umboðsmaður alþingis, löggjafinn, ríkislögreglustjóri og hver annar, sem gæta á að farið sé rétt að, samkvæmt stjórnaskrá.  Þessir aðilar geta ekki falið sig á bak við embættið, þeim ber að taka á slíku, kanna hvort um landráð  sé að ræða eða ekki.

Nú horfum við fram á 2019 þar sem vonandi verður hægt að komast hjá sem mestum óþarfa átökum á vinnumarkaði.  Góðæri ríkir í landi voru, það eina sem þarf, er að skipta kökunni á sem jafnastan hátt, svo allir geti unað vel við sitt.   Þetta hefur stjórnvöldum á Íslandi því miður tekist illa, hroki og dramblæti hefur einkennt viðbrögð þeirra.  Skattahækkanir og auknar álögur á hinn almenna borgara virðast einkenna þeirra framtíðarsýn, og má þar nefna vegatolla, án þess að ætla að lækka aðrar álögur á bifreiðaeigendur.   Þessu er yfir 70% almennings mótfallinn, en það skal samt keyrt í gegnum þingið.

Stefnt er að undir stjórn Guðlaugar Þórs utanríkisráðherra og Þórdísar K. R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að innleiða ESB orkupakka 3, þar sem yfirvald auðlinda á Íslandi færast til ESB. Nú skulum við Íslendingar ekki taka í mál að fá blaður um  fyrirvara, því hvorki núverandi ríkisstjórninni né alþingi er treystandi, eins og að ofan greinir.

Megin markmið Íslensku þjóðfylkingarinnar árið 2019, er að stappa stáli í þjóðholla Íslendinga.  Við þurfum að standa saman gegn því sem ég hef í stórum dráttum nefnt hér að ofan.  Þetta eru mikilvæg mál, er varða ekki bara okkur í nútímanum, heldur börn okkar og barnabörn.

Íslenska þjóðfylkingin mun standa vörð um hagsmuni ykkar.

Mótmælum sölu á jarðareignum í erlent eignarhald ( Norska leiðin ).

Mótmælum sölu á auðlindum, sem og þeirri áætlun stjórnarliða að selja grunnstoðir landsins í erlent eignarhald.

Mótmælum orkupakka 3, sem leitt hefur hækkanir á raforkuverði yfir bræður og systur okkar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku um 100% til 150%, slíkt mun verða hér einnig, verði orkupakki 3 að veruleika. Það var ekki það, er þið kusuð fólkið á alþingi til að gera.  Nei, þeir eiga að gæta hagsmuna okkar og barna okkar til framtíðar.

Mótmælum afsalsrétti Íslendinga til alþjóðlegra stofnanna, sem munu skaða samfélag okkar er til lengri tíma er litið. Afturkalla á Marokkó  samþykktina tafarlaust.

Stöndum í vegi fyrir sölu á orkufyrirtækjum sem nú þegar eru eign landsmanna.  Íslendingar selja ekki bestu mjólkurkýrnar sínar. Landsnet, Landsvirkjun, Rarik og fleiri góð ríkisfyrirtæki skulu ætíð vera eign Íslendinga.

Krefjumst endurskoðunar á eignarhaldi og stjórnsýslu ríkisstofnana eins og RÚV, ISAVIA, svo dæmi séu tekin.  Alþingi á ekki að geta skotið sér undan ábyrgð á slíkum rekstri.

Mótmælum sjálftökurétti alþingismanna sem eru í raun mestu þurfalingar og afætur á kostnað hins almenna launamanns.

Stöndum vörð um land og þjóð, þar með talið þjóðargersemi landsins og þess er það hefur upp á að bjóða. Þá mun okkur sem í þessu fagra landi búum, farnast vel.

Það er undir okkur öllum komið að fylkja liði, við í Íslensku þjóðfylkingunni þörfnumst þín. Myndum breiðfylkingu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, en ekki framapot og sjálftöku markmið, þá mun sólin skína í hjörtum okkar á árinu 2019.

Íslenska þjóðfylkingin óskar þér og þínum gleðilegs árs og friðar.

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.

Share This