Nú er undirbúningur framboðs í Reykjavík vel á veg komin og komið að því að auglýsa eftir áhugasömum frambjóðendum á lista framboðs Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Borgarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

Áhugasamir geta komið á skrifstofu flokksins að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði á laugardögum og sunnudögum og skrifað undir yfirlýsingu um framboð. Einnig er hægt að senda flokknum fyrirspurn í tölvupósti thjodfylking@gmail.com. Líka er hægt að hringja á opnunartíma skrifstofu um helgar frá kl. 13 til 15.

Við verðum á skrifstofunni á morgun sunnudag frá kl. 13 til 15, eins og vanalega.

Flokksstjórn flokksins mun stilla upp á lista framboðsins.

Share This