Augljósir óskostir EES hafa verið að birtast þjóðinni á ýmsan hátt síðustu ár. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag miðvikudag 27. febrúar.

Straumur erlendra glæpaklíka til Íslands óheft til að stunda mansal og ræna innbúum úr húsum Íslendinga hefur náð að skjóta rótum vegna EES samningsins. Skattar og opinbergjaldtaka hefur hækkað vegna EES samningsins. Mætti þar nefna hækkun rafmagns vegna fyrri orkupakka sem innleiddir hafa verið á síðustu árum. Annað mætti nefnda eins og stöðug endurmenntunarnámskeið fyrir meiraprófsbílstjóra með tilheyrnandi kostnaði fyrir þá. Nú liggur fyrir að klíka stjórnmálamanna ætlar að gefa eftir auðlindir landsins til ESB og erlendra stórfyrirtækja í gegnum 3ja orkupakka ESB.

Nú ætlar klíka alþingismanna og ráðherra að leggjast flöt fyrir ESB og gefa upp þær varnir sem landið hefur haft í formi hafta á innfluttu ófrosnu kjöti. Bændur eru að átta sig á að EES samningurinn er ekki bara stórhættulegur íslensku samfélagi heldur mun hann leggja störf bænda niður þegar þeim verður ætlað að keppa við kjöt framleitt með vinnuafli þræla og niðurgreitt eins og enginn sé morgunn dagurinn af skrímslinu ESB. Klíkan á Alþingi ætlar heldur ekkert mark að taka á viðvörunum erlendra og íslenskra veirufræðinga á hættunni sem mun fylgja með í kjölfar þess að klíkan á Alþingi ætlar að gera vel við kaupmenn svo þeir geti fengið nokkrum krónum meira út úr því að selja mengaða matvöru, framleidda með niðurgreiddum peningum ESB. Þeir sem munu borga brúsann á endanum verður íslenskur almenningur og samfélagið hér á landi.

Íslenska þjóðfylkingin hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi stofnun flokksins að Ísland krefjist endurskoðunar EES með það að markmiði að breyta honum í fríverslunarsamning og ESB getur átt sitt laga- og reglugerðar bull til eigin brúks. Það er ánægjulegt að bændur taka einarða afstöðu í málinu og bjóðum við þá velkomna í hóp þeirra sem ætla að ryðja EES úr vegi fyrir frelsi landsins og að hér tökum við okkar eigin ákvarðanir án afskipta möppudýra á skrifstofum Brussels.

Share This