Íslenska þjóðfylkingin óskar félögum og stuðningsmönnum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári liggur fyrir að flokkurinn setji stefnuna á borgar- og sveitarstjórnarkosningar í vor. Á næsta fundi flokksstjórnar sem haldinn verður fljótlega verður rætt um tilhögun á framboði til borgar- og sveitarstjórna þar sem áhugi er á. Fjölmargir hafa haft samband við stjórn flokksins og lýst áhuga á að styðja við framboð á þeim vetfangi. Þeir sem hafa áhuga á að styðja við framboð í borginni og annarstaðar geta sent flokknum fyrirspurnir í pósthólf flokksins thjodfylking@gmail.com.

Söfnun meðmæla er þegar hafin og ætlar stjórnin að sjá til þess að öll meðmæli sem berast séu lögmæt.

Share This