Dagur verkalýðsins, 1. maí.

Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Guðmundur Þorleifsson

formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.  1. maí er  og á að vera hugleikin öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.

Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.

Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr, þau verði skattlaus og skerðingar króna á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.

Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.

Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhrædd við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.

Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.

Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausrar úrbóta á lóðaskorti sveitafélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kosnaðarverði.  Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi  fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.

Það er komin tími til að Íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.

 

Ályktun landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar

2. apríl um öryggis -og varnarmál

„Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita. Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildar­ríki heitið að leggja meira fram til sameigin­legra varna. Núver­andi ríkis­stjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikil­væga þjóðar­öryggismál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.“

Ályktun landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. apríl um ætlun ríkisstjórnarinnar að rýmka löggjöf um fóstureyðingar

“Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstur­eyðingum.”

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Ný stjórn 2017

Ný stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar sem kjörin var á landsfundi 2. apríl síðastliðin fundaði í kvöld. Guðmundur Þorleifsson sem kosin var nýr formaður stýrði fundi og nýr ritari flokksins, Sverrir Jóhann Sverrisson, ritaði fundargerð. Farið var í gegnum ályktanir sem landsfundur samþykkti. Landsfundur ályktaði meðal annars að flokkurinn skyldi bjóða fram í Reykjavík og ræddi stjórnin helstu atriði sem þarf að byrja að undirbúa fyrir framboð í næstu borgarstjórnarkosningum. Fjórir flokkstjórnarmenn voru fjarverandi í kvöld af ýmsum ástæðum. Góður andi og sóknarhugur ríkti á fundinum enda Íslenska þjóðfylkingin í sóknarhug.

Vel heppnaður landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar

Guðmundur Þorleifsson var kjörinn nýr formaður á landsfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar sunnudaginn 2. apríl. Alls voru fjórir í kjöri til formanns. Guðmundur hlaut glæsilega kosningu eða 64% greiddra atkvæða. Guðmundur hefur starfað sem rafvirkjameistari í fjölda ára og lengst af í sínu eigin fyrirtæki. Guðmundur segir mikilvægt að standa fullkomlega við stefnuskrá flokksins og hvika þar hvergi. Á myndinni takast þeir í hendur nýkjörinn formaður og Helgi Helgason fráfarandi formaður.

Ályktanir samþykktar og nýrri flokksstjórn falið að yfirfara þær nánar.

Meðal annars  var ályktað að fela nýrri stjórn að hefja undirbúning að framboði í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum. Margir hafa haft samband við flokkinn og hvatt til framboðs flokksins í Reykjavík. Framboð í Reykjavík yrði til höfuðs núverandi meirihluta sem hefur staðið sig afspyrnu illa í stjórnun borgarinnar. Flokksstjórn mun fara yfir þær ályktanir sem komu fram á landsfundinum og senda þær út til fjölmiðla.

Nýr varaformaður og ritari

Reynir Heiðarsson smiður var kjörinn varaformaður. Reynir hefur starfað í Íslensku þjóðfylkingunni frá stofnun og setið í flokksstjórn flokksins. Reynir var annar á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum.

Sverrir Jóhann Sverrisson var kjörinn nýr ritari. Sverrir hefur starfað með Íslensku þjóðfylkingunni frá stofnun og sat áður í flokksstjórn. Hann hefur séð um opið hús hjá flokknum á miðvikudögum í vetur. Sverrir hefur starfað sem umsjónarmaður fasteigna.

Share This