Margt minnir á þá vitfirringu sem var í gangi í aðdraganda hrunsins á Íslandi. Eitt af því sem gerðist þá var að Silvía Nótt var send í sneypuför í Eurovision og þar sýndu aðrir evrópubúar álit sitt á þeirri menningarlegri úrkynjun og hroka sem íslenska góða fólkið, í fjármálageiranum og listheiminum var farið að sýna út á við, með því að púa á atriði Íslands.

Ekki í fyrsta og sennilega ekki í síðasta skipti sem listamenn verða þjóðinni til skammar. Rifja má upp þegar listamaður í umboði íslenskra stjórnvalda setti upp mosku í Feneyjum þrátt fyrir bann heimamanna þar um. Enda olli verkið óánægju þeirra og var tekið niður. Umfjöllun um málið var álitshnekkir fyrir alla Íslendinga. Hinn almenni Íslendingur varð fórnarlamb hroka og sjálfumgleði góða fólksins. 

Í gær var svo íslenska þjóðin enn á ný smánuð í beinni útsendingu og ekki nóg með það, það var púað á listamennina íslensku og ekki að ósekju.

Fer þetta ekki að verða nóg? Á þetta fólk sér engan sóma? Þetta fólk segist vera að boða kærleika og hvetja til vináttu en í reynd sáir það hatri og sundrungu með heimsku sinni. Hatursorðræða er tungumál þeirra þegar betur er að gáð. Svo er það hissa þegar almennir borgarar snúa sér við á götu erlendis og kalla þá rasista vegna þess að þeir eru Íslendingar! Þeir standa sjálfir fyrir því klína þessari ímynd á þjóðina!

Vonandi munu almennir Íslendingar átta sig á hræsni góða fólksins og styrkja flokka í almennum kosningum sem bera sjálfstæði landsins og vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir fyrir brjósti. Það er ömurlegt ef venjulegir Íslendingar þurfa að sitja uppi með það á ferðum sínum um heiminn að verða fyrir aðkasti vegna hroka og hatursorðræðu góða fólksins gegn öðrum þjóðum. Og ekki bara gegn öðrum þjóðum heldur líka gegn samlöndum sínum sem ekki eru sömu skoðunar og það. Þá fer lítið fyrir umburðarlindi eða kærleika eða rökræðu. En hatursorðræða þess er ekki hatursorðræða heldur frjáls tjáning og samtal.

Gjörningur Hatara í gær í beinni útsendingu í Eurovision var að þeirra mati ekki haturstjáning. Ekki frekar en hatursummæli Gísla Marteins í beinni um Gunnar Braga. Fetum í fótspor Evrópubúa og leyfum hatrinu ekki að sigra.

Share This