Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík sagði að hann hefði miklar áhyggjur af stöðu barna innflytjenda / hælisleitenda í skólum Reykjavíkur í kosningaþætti Ríkisútvarpsins í dag. Vísaði hann þar til könnunnar Pisa í því sambandi.

Sagði hann orðrétt: „Við sjáum það samkvæmt Pisa og Norrænuráðherranefndinni að það er 23% lakari meðaleinkunn þessara barna heldur en annarra.“

Svo sagði Eyþór Arnalds foringi Sjálfstæðismanna í Reykjavík: „Þetta er mesti mismunur og mesta mismunun sem að finnst innan OSED.“ Orðalag Eyþórs um mismunun vekur þarna sérstaka athygli.

Aðrir frambjóðendur höfðu mestar áhyggjur af stöðu íslenskra barna og þeirri fátækt sem mörg íslensk börn búa við. Margir lýstu líka frati á skóla án aðgreiningar.

Það vekur athygli að Eyþór skuli nota síðustu mínútur tíma síns til að lýsa áhyggjum sínum af þessu máli sem hlýtur að gefa til kynna að hann sé reiðubúinn til að fara í samstarf með Samfylkingu eftir kosningar þótt hann hafi sagt í þættinum að með þeim vildi hann síst starfa með. Það sama sögðu Vinstri-græn um Sjálfstæðisflokk fyrir síðustu Alþingiskosningar en nú starfa þessir flokkar saman í stjórn.

Share This