Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslna!

Enn bætast við sérfræðiálit sem leiða sterkum líkum að því að EES samningurinn sé stjórnarskrábrot. Ég fyrir mitt leiti hef aldrei efast um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi frá upphafi verið stjórnarskrábrot. Hvað varðar samninginn um Schengen hef ég ætíð verið þeirrar skoðunar að ef EES er stjórnarskrábrot þá sé samningurinn um Schengen „æpandi“ brot á stjórnarskránni.

Í morgunblaðinu 28. júní er fjallað um lokaritgerð Alexöndru Bjarkar Adebyi þar sem farið er rækilega yfir forsendur EES samningsins og ljóst að niðurstaðan er að EES er bullandi stjórnarskrárbrot þó svo að það sé mildilega orðað í greininni og talað um í undir fyrirsögn: „Vísbending um að fyrirkomulag valdframsals byggðs á EES-samningnum sé að þróast í að verða yfirþjóðlegt.“

Íslenska þjóðfylkingin hafnar aðild að ESB. Við viljum segja EES samningnum upp í núverandi mynd og gera tvíhliða viðskiptasamning en möppudýrin í ESB geta átt sitt reglugerðarbull sjálf. Síðast en ekki síst viljum við segja upp Schengen samningnum strax!

Mér sýnist á öllu að hinn venjulegi Íslendingur eigi engar varnir gegn stjórnarskrárbrotum lýðskrumsflokkanna á Alþingi nema í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur og/eða stjórnlagadómstól. Þjóðaratkvæðagreiðslur og að hér verði komið upp stjórnlagadómstól sem allir geta leitað til hefur verið á stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar frá stofnun.

Helgi Helgason

Share This