15 manna flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar fundaði í kvöld. Á dagskrá var undirbúningur alþingiskosninga. Farið var yfir stöðuna í kjördæmunum sem er bara nokkuð góð. Það skýrðist á fundinum að nóg er af mannskap til að koma saman listum í öllum kjördæmum.
Ákveðið var að þriggja manna nefnd muni hittast á morgun til að fara yfir stefnu flokksins og leggja til breytingar og eins að koma með tillögu að því hvaða mál skulu sett á oddinn í komandi kosningum. Það er mikil gerjun í gangi hjá flokknum og margt gott fólk haft samband og heitið stuðningi. Búast má við tilkynningu fljótlega um fastan opnunartíma skrifstofu fram að kosningum.
Flokksstjórn mun hittast aftur í vikunni og fara nánar yfir stöðumála en eins og aðrir bíðum við eftir nákvæmri dagsetningu á kosningum.