Flokksstjórnarfundur var haldinn í kvöld (miðvikudag 3. júlí). Ýmis mál voru á dagskrá en þar bar hæst landráðapakkinn kallaður orkupakki 3.

Þjóðfylkingin stefnir á almennan stjórnmálafund í haust og verður hann auglýstur síðar.

Vel hefur gengið að innheimta félagsgjöld og hefur safnast myndarlegur sjóður sem auðveldar flokknum að greiða húsaleigu og önnur föst gjöld. Ákaflega gleðilegt er að sjá þann fjölda sem greiðir flokksgjöld en einnig hafa flokksmenn og stuðnings fólk flokksins sent reglulega hvatningu á póstfang flokksins. Þó sumarleyfi séu byrjuð má geta þess að skrifstofa flokksins er í andlitslyftingu meðal annars er verið að merkja glugga með nafni flokksins.

Flokksstjórn þakkar þeim félögum sem greitt hafa félagsgjöld og styrkt flokkinn með framlögum.

Sjáumst á fundi í haust.

Share This