Flokksstjórn Þjóðfylkingarinnar fundaði í gær laugardag en 13 manna flokksstjórn hefur fundað reglulega í vetur. Fundurinn var vel sóttur og fór formaður yfir ýmis mál sem framundan eru.

Fyrirhugaður er aðalfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar og fór stjórnin yfir ýmis atriði varðandi fundinn.

Samþykkt var að þeir sem greitt hefðu flokksgjöld hefðu einir atkvæðarétt á aðalfundi.

Flokksgjöld verða send út fljótlega til skráðra félaga í heimabanka.

Að öðru leiti hefur nákvæm dagsetning á aðalfundi ekki verið ákveðin en dagsetning mun liggja fyrir fljótlega.

Við minnum á heimasíðu flokksins x-e.is.

Share This