Guðmundur Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar skrifar:

Það er merkilegt þegar þarf að vernda Íslenska Lúterska kirkju þá heyrist ekki bofs í Biskupi Íslands, séra Agnesi M. Sigurðardóttur, en hún umturnast í arfavitlausum athugasemdum til að vernda önnur trúarbrögð, sé einhver athugasemd gerð í þeirra garð.  Nýjasta  dæmið, hefur verið baráttumál Íslensku þjóðfylkingarinnar  um verndun barna, þar sem lagt er til að umskurður á kynfærum skuli vera bannaður. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir þingmaður framsóknarflokksins hefur lagt til að þetta verði bannað með lögum og gert refsivert. Kristið fólk á Íslandi er orðið höfuðlaus her með þennan biskup. Eins og að ofan greinir virðist hann fyrst og fremst vinna fyrir aðra trúarsöfnuði.

Silju Dögg Gunnarsdóttur er það til vorkunnar að hafa ekki kynnt sér málið betur, þar sem hún virðist ekki skilja andstöðu annarra trúarhópa, en hún á heiður skilið fyrir að hafa lagt í þessa vegferð og styður Íslenska þjóðfylkingin þetta málefni ekki síst út frá mannúðarsjónarmiðum og verndun barna.

Til að varpa en frekar ljósi á málefnið sem hér um ræðir, þannig að menn geti gert sér ljóst að íslensk stjórnvöld þurfi ekki að taka tillit til þeirra trúarbragða sem þetta stunda, skal hér stiklað á stóru. Er Guð skapaði heiminn, skapaði hann manninn í sinni mynd, er sagt í hinni helgu bók.  Telja þá menn að Guð hafi skapað manninn það illa að það þyrfti misvitra menn sem þá þegar höfðu brotið gegn vilja Guðs í syndafallinu, til að breyta sköpuninni með misbeittum eggvopnum og eða tækjum, með limlestingum á mannslíkamanum.  Nei, þessi athöfn kemur út af annars konar þörf.  Þar sem sýkingarhætta var mikil á þeim stöðum sem hirðingjahópar flökkuðu um og vatn til þrífa var af skornum skammti, hefur það reynst happadrjúgt að umskera drengi, þar sem bakteríur hafi lagst undir forhúðina.  Það hefur sennilega ekki þótt tilhlýðilegt að mæður myndu þvo drengjum er þeir stálpuðust á þessum viðkvæma stað, né að þær myndu fylgjast með slíku.  Því hefur það verið heilsufarslega réttlætanlegt vegna kringumstæðna að koma slíku í framkvæmd svo ekki sé talað um að missa ekki of mikið af drengjum, í slíkum veikindum er myndi varða öryggi hópsins, þar sem drengjum var hægt að beita í vopnuðum átökum. Því er þetta ekki tilkomið vegna Guðs vilja heldur vegna heilsufars- og öryggis sjónarmiða. En til að þetta myndi verða gert við allan karlpening, varð að koma því yfir á Guð og það hefur sumum trúarbrögðum tekist.

Þá erum við komin að stúlkunum, sem sum trúarbrögð hafa stundað þessar limlestingar á.  Þau trúarbrögð hafa á seinni árum notfært sér að færa það sem þeir sögðu, að væri Guðs vilji fyrir drengi yfir á stúlkur.  Báðar þessar limlestingar eru ekki frá Guði komnar, enda hefði hann ekki gert slík mistök þegar hann skapaði manninn eftir sinni mynd. Hér höfum við ekki lengur það vandamál á Íslandi að ekki sé hægt að þrífa sig vegna vatnsskorts.

Að þessu sögðu er það álit Íslensku þjóðfylkingarinnar að það beri að styðja þetta frumvarp, enda geti drengir látið umskera sig, sé það þeirra vilji þegar þeir verða sjálfráða.  Erum við viss um að stúlkur muni ekki vilja það.  Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir vanþóknun á ummælum núverandi biskups Íslands, og hvetur hana til að biðja Íslensku þjóðin afsökunar á ummælum sínum.

Share This