Frambjóðendur Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík mættu í Fjölbrautarskólann í Breiðholti í dag og spjölluðu við nemendur. Stefna flokksins um ókeypis í strætó mælist vel fyrir hjá nemum enda myndi það auðvelda mörgum lífið fjárhagslega og ekki síst Reykjavíkurborg vegna viðhalds á götum ef nemendur leggja bílnum og nota strætó. Af hverju flokkurinn vill ekki moskur í Reykjavík hefur líka verið mikið spurt um í þessum skólaheimsóknum og hafa frambjóðendur útskýrt það fyrir unga fólkinu.  Það voru þeir Guðmundur Þorleifsson, sem skipar 1. sæti  og Jens G. Jensson, sem skipar 3. sæti, sem kynntu stefnu flokksins í Breiðholtinu í dag.

Share This