Nú fer að færast fjör baráttuna vegna sveitarstjórnarkosninga. Frambjóðendur Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa verið á ferð og flugi undan farið við að kynna stefnuna vegna borgarstjórnarkosninga. Guðmundur Karl Þorleifsson sem leiðir lista flokksins í Reykjavík spjallaði við nemendur Kvennaskólans í hádeginu í dag og dreifði bækling með stefnu flokksins. Nemendur voru áhugasamir og kviknuðu oft líflegar umræður um borgarmálin í spjallinu við nemendur. Framhaldsskólar í landinu halda svo kallaðar skuggakosningar og er framboðunum boðið að koma að hitta nemendur sem síðan efna til kosninga í skólanum og eru niðurstöður birtar eftir kosningar.

Share This