Ákvörðun hefur verið tekin um það að fresta, í bili að minnsta kosti, mótmælum sem vera áttu á morgun laugardag 30. mars. Ástæðan er að stjórnvöld hika við að leggja pakkann fram,

Í tilkynningu frá formanni flokksins sem send hefur verið út segir:

Þar sem málefnaskrá vegna orkupakka 3 verður ekki lögð fram fyrir 1. apríl og ekki komið í dreifingu, hafa mótmælin sem áttu að fara fram þann 30. mars verið afturkölluð. Við munum eftir sem áður halda vöku okkar og efna til mótmæla ætli ríkistjórnin að innleiða hann.
Hér er greinilega um áfangasigur gegn stjórnvöldum að ræða sem ætluðu sér að fremja efnahagslegt landráð gegn þjóðinni.

Þá mun verða opið á morgun laugardag á skrifstofu félagsins milli 13;00 og 15:00 kaffispjall þar sem ég mun fara betur yfir það sem hefur gerst síðustu daga, segir í tilkynningu formannsins.

Share This