Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar gerir athugasemd við frétt RÚV í kvöld þar sem sagt er frá því  að íbúasamtök miðborgarinnar hafi boðað til fundar með „öllum framboðum sem ætla að bjóða fram í Reykjavík.“ Íslensku þjóðfylkingunni var ekki boðið til þessa fundar né var okkur boðið að taka þátt í fótbolta í Egilshöll til að vekja athygli á málefnum fólks með geðraskanir sem við hefðum gjarnan viljað gera og fjallað var um í sama fréttatíma. Eins og margir vita þá mun Íslenska þjóðfylkingin bjóða fram í Reykjavík og hefur öllum formsatriðum af hálfu flokksins vegna þess verið lokið. Flokkurinn hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var um framboðið, farið yfir helstu stefnumál og frambjóðendur í þremur fyrstu sætunum kynntir. Á þennan fund mætti fréttamaður frá RÚV og var fréttin sett í loftið sama dag. Þess vegna kemur það á óvart að í frétt RÚV í kvöld 14. apríl skuli fullyrt að öll framboð sem ætla að bjóða fram í Reykjavík hafi verið á íbúafundinum þó greinilega hafi ekki verið fulltrúi frá Íslensku þjóðfylkingunni. Af þessu tilefni óskar flokkurinn eftir að koma því á framfæri að Íslenska þjóðfylkingin mun bjóða fram í Reykjavík. Við bendum áhugasömum um framboð flokksins á að senda okkur fyrirspurn á póstfangið thjodfylking@gmail.com og einnig bendum við á heimasíðu okkar x-e.is.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar. 

Share This