Íslenska þjóðfylkingin er ekki sammála þeirri stefnu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 11.4 og setur hælisleitendur í forgang fram fyrir Íslendinga í húsnæðismálum, heilbrigðismálum og skólamálum. Fleira mætti telja upp þar sem góða fólkið í Borgarstjórn hefur á síðustu árum sett Íslendinga skör lægri í forgangi í þjónustu borgarinnar. Það er óþolandi að það séu mörg hundruð Íslendingar í húsnæðis hrakningum eða jafnvel á götunni vegna þess að vinstri meirihlutinn í borginni, Píratar, Samfylking, Vinstri græn og leifarnar af Bjartri framtíð skuli hafa látið ógrynni skattfjár renna til fólks sem ekki hefur búið hér á landi og ekki borgað skatta til samfélagsins á sama tíma og mikil neyð er meðal margra Íslendinga sem alla sína æfi hafa greitt sín gjöld til samfélagsins en njóta þess ekki en þurfa að búa á tjaldstæðum í tjaldi, í húsbílum, hjólhýsum eða undir tré á Klambratúni. Íslenska þjóðfylkingin minnir á að það voru Samfylking og Vinstri græn sem gáfu bankana til hrægammasjóða og þar með leyfi til að bera mörg þúsund fjölskyldur á götuna. Það er athyglisvert að allur fjórflokkurinn í Borgarstjórn er sammála um tillöguna. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki undanskyldur nema síður sé. Íslenska þjóðfylkingin mun endurskoða forgangsröðun fjármuna borgarinnar og láta Íslendinga ganga fyrir í húsnæði, í heilbrigðismálum og skólamálum. Í þessu sambandi kemur til greina að rifta öllum samningum við félagasamtök sem gera út á að plokka peninga af borginni í það sem kallað er þjónusta við hælisleitendur.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This