Kæru landsmenn.
Íslenska þjóðfylkingin óskar öllum landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar með von um að þjóðhollusta og virðing fyrir þeim auðlindum sem okkur hefur verið falið, muni áfram verða til handa afkomendum okkar á komandi árum, án ægivalds sem felst í innleiðingu Orkupakkavæðingar ríkisstjórnar landsins. Nú er vá fyrir dyrum, sem við öll verðum að taka saman hönum gegn, en það er það valdaafsal, sem núverandi stjórnvöld virðast ætla að leiða þjóðina í. Því skorum við á alla þá, sem annt þykir um land og þjóð, að standa sem einn maður, standa gegn áformum alþingis, þar sem þingmenn hlusta ekki á rökstuðning fjölda fróðra manna um þá vá sem fellst í innleiðingu Orkupakka 3 og þeirra Orkupakka sem á eftir koma, verði þessum áformum ríkisstjórnarinnar ekki hrundið.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum lagt mikið á okkur til að upplýsa þjóðina um þá hættu, sem innleiðingin hefur í för með sér og þá kosti að hafna innleiðingu þessa áforms. Við í Íslensku þjóðfylkingunni viljum þakka allan þann stuðning, sem almenningur hefur sýnt flokknum að undanförnu, með stuðningi ykkar getum við upplýst þjóðina betur, þannig komið á móts við þarfir landsmanna til þess, að geta metið kosti og galla innleiðingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin hefur þurft að bera hinar ýmsu glósur. Það nýjasta er „ einangrunarsinnar“, vegna þess eins að við viljum standa vörð um auðlindir þjóðarinnar, menningu og hagsæld. Það var sú stefna sem Jón Sigurðsson stóð fyrir, er hann barðist fyrir sjálfsæði Íslendinga. Ætli fulltrúar stjórnvalda titli Jón Sigurðsson sem einangrunarsinna, er þeir halda lofræður sínar á þessum tímamótum.
Share This