Íslenska þjóðfylkingin er flokkur fullveldissinna. Við höfnum ESB aðild en viljum að sjálfsögðu eiga góð samskipti og viðskipti við þjóðir sem mynda ESB eins og við allar aðrar þjóðir. Við viljum úrsögn úr EES og þar með Schengen.

Því miður er hér fámennur hópur fólks sem berst fyrir því að fullveldi landsins verði fært til andlitslausra og umboðslausra erlendramanna í Brussel.

Það er umhugsunarvert að þeir sem tala hvað harðast fyrir fullveldisafsali eru kommúnistar og sósíalistar. Þó er líka að finna í þeirra. hópi gott þjóðhollt fólk og fullveldissinna sem hafna málflutningi um fullveldisafsal.

Við skulum heldur ekki á þessu degi, fullveldisdegi okkar Íslendina, gleyma hvernig þetta sama fólk, sem ennþá talar fyrir fullveldisafsali, tók afstöðu með gömlum nýlenduþjóðum sem ætluðu að kúga fullveldið út úr okkur með ólögmætum fjárkröfum. Þar fóru fremst í flokki kommúnistinn Steingrímur J. Sigfússon og sósíalistinn Jóhanna Sigurðardóttir.

Þau og þeirra líkar eiga ekkert annað skilið en titilinn þjóðnýðingar enda nýddust þau -og hjálpuðu erlendu auðvaldi og hrægömmum að nýðast á alþýðu landsins í svo kölluðu Icesave-máli. Þeirri atlögu var hægt að hrinda í þjóðaratvkæðagreiðslu vegna þess að við erum sjálfstæð og fullvalda þjóð.

Share This