Flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar hittist á fyrsta fundi á nýju ári í dag. Mjög góð mæting var og greinilega baráttuhugur í fólki. Á fundinum var farið yfir stjórnmálaástandið og línur lagðar fyrir nýtt ár.

Fram kom í máli formanns, Guðmundar Karls Þorleifssonar, að margir hafa verið í sambandi við flokkinn og fólk hefur verið að óska eftir að gerast meðlimir í Þjóðfylkingunni þrátt fyrir áföll sem flokkurinn hefur orðið fyrir á síðasta ári. Fjárhagsstaða flokksins er með ágætum og er áformað að senda félögum félagsgjöld í heimabanka fljótlega. Í máli flokksstjórnarmeðlima kom skýrt fram andstaða gegn þriðja orkupakka ESB. Flokkurinn mun fara á nýju ári í upplýsingaherferð gegn ESB, Schengen, EES og svikunum sem felast í þriðja orkupakkanum.

Flokkstjórn vill þakka þeim sem hafa stutt flokkinn með fjárframlögum sem hefur gert flokknum mögulegt að halda úti skrifstofu og greiða rekstur.

Við munum láta að okkur kveða á nýju ári til mikilla vonbrigða fyrir alþjóðahyggjusinna og þá sem hafa gert sitt ýtrasta til að kveða flokkinn í kútinn með ýmsum brögðum.

Share This