Á ráðstefnu sem haldin var af EES aðdáendum nýlega sagði utanríkisráðherra að við sem erum á þeirri skoðun að EES samningurinn sé stjórnarskrábrot, að við sem viljum að samningurinn sé endurskoðaður og gerður að fríverslunarsamning, að við sem höfum bent á þann sora sem fylgt hefur þessum samning í formi mansals og alþjóðlegrar glæpastarfsemi, að við værum hættulegt fólk.

Auðvitað vísum við þessu kjaftæði til föðurhúsanna og ætti Guðlaugur Þór utanríkisráðherra að líta sér nær.

Ummæli utanríkisráðherra eru öfugmæli. Hættulega fólkið eru EES aðdáendurnir og þeir sem vill ýta okkur skrefinu lengra inn í ESB. Þetta er fólkið sem vílar sér ekki við að misnota skattpeninga okkar og ráðstafa þeim í forgang til að fæða og klæða fólk sem hingað kemur sem hælisleitendur en loka á sama tíma augunum fyrir neyð Íslendinga sem eru í húsnæðishraki og eru tilbúnir til að skammta öldruðum hungurlús og leggja á þá frekari skatta og gjöld. Hættulega fólkið er tilbúið til að selja frá okkur landið í gegnum EES samninginn og er komið vel á veg með það. EES aðdáendur halda því fram að fjárhagslegur ávinningur af EES sé mikill. Nú? Ekki hef ég orðið var við það. Varð ekki hér heilt bankahrun vegna ákvæða EES samningsins? Hefur vaxta okrið lagast hér á landi? Hefur matarverð lækkað? Var ekki verið að flytja fréttir af því fyrir nokkrum dögum að matvælaverð á Íslandi væri geggjað miðað við önnur Norðurlönd? Hækkaði ekki rafmagn á íslensk alþýðuheimili þegar Íslendingar tóku upp reglugerðarbull um aðskilnað á framleiðslu og dreifingu rafmagns. Og nú ætla Sjálfstæðismenn að svíkja inn á þjóðina þriðja orkupakka ESB svo þeir geti selt, ekki bara landið, heldur virkjanirnar líka.

Hver er þá ávinningurinn sem Guðlaugur Þór og hættulega fólkið metur svona mikils? Er það mansalið og alþjóðlega glæpastarfsemin? Kannski er það sá hlutur sem EES aðdáendur og íslenskir stjórnmálamenn kunna svo vel að meta og umfaðma, mansal og glæpastarfsemi. Ef til vill er það í þeirra huga verjanlegt ef þeir halda að það muni auka þjóðarframleiðslu?

Íslenska Þjóðfylkingin hefur frá upphafi haft það í stefnu sinni að endurskoða EES samninginn með það að markmiði að gera hann að fríverslunarsamning, EEB getur svo átt sjálft sitt tilskipana og laga bull. EES og Schengen eru brot á stjórnarskránni og stjórnarskrána eigum við að virða skilyrðislaust. Fólk sem ekki virðir stjórnarskrána okkar, fólk sem finnst það í lagi að erlendir aðilar, fyrirtæki, auðugir einstaklingar eða erlend ríki kaupi hér upp stór landssvæði og nýti auðlindir landsins og flytja ágóðann úr landi, fólki sem finnst það eðlilegt, það er hættulegt fólk.

Helgi Helgason.

Share This