Stjórn Þjóðfylkingarinnar hitti ungt stuðningsfólk í Hveragerði í dag. Hittingurinn var við svo kallaðan Hamar þar sem komið hefur verið fyrir útigrilli undir skyggni. Það var yndislegt veður í dag og grilluðum við saman íslenskar pylsur og nautakjöt sem sporðrennt var ljúflega í líflegum umræðum um þjóðmál og komandi kosningar.

Við þessi sem eldri erum í Þjóðfylkingunni áttum gott spjall við unga fólkið og hlustuðum með athygli á vangaveltur þeirra um lífið og framtíðina. Ljóst er að á næstu vikum mun flokkurinn láta meira fyrir sér fara í umræðunni á samfélagsmiðlum. Myndin sem fylgir er frá samkomunni í dag. Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar heldur reglulega stjórnarfundi og sífellt bætast við nýir félagar og óskir frá fólki um að fá að taka þátt í starfi flokksins.

Share This