Töluvert var fjallað um það á netinu og fjölmiðlum fyrir ekki svo löngu að Tryggingastofnun hefði farið fram úr sér þegar hún byrjaði að svipta Íslendinga sem dvelja langdvölum erlendis og eru með lögheimili þar, t.d. á Spáni, lögbundnum persónuafslætti. Síðar kom í ljós að þetta var misskilningur hjá stofnuninni því umrædd svipting persónuafsláttar á ekki að taka gildi fyrr en 1. Janúar 2025.

Að örðuleiti hefur ekki farið fram mikil umræða um þetta mál. Spyrja má af hverju ríkisstjórnin telur þetta svo brýnt að svipta ellilífeyrisþega sem kjósa að búa á Spáni eða í heitari löndum sér til heilsubótar og eru þar með lögheimili, persónuafslættinum? Fólkið sem byggði þetta land upp og er nú að taka lífeyri skal svipta hluta tekna sinna. Er þetta ekki mismunun? Stenst þetta stjórnarskrá?

En ljóst má vera að svona lúaleg aðför að ellilífeyrisþegum hlýtur að standa í sambandi við fjármögnun á þeim óheyrilega kostnaði sem hælisleitendakerfið kostar íslenska skattgreiðendur. Er hér verið að færa peninga frá Íslendinum sem hafa unnið alla sína ævi og borgað í okkar sameiginlegu sjóði með það að markmiði að fá njóta þess á síðari árum.

Það er verið að færa þessa peninga frá okkur til fólks sem aldrei hefur búið hér á landi, aldrei hefur unnið hér á landi og aldrei borgað hér skatta. Íslenska þjóðfylkingin fordæmir þessa lúalegu aðför að Íslendingum og skorar á alþingi að taka í taumana strax og afnema þessa kjaraskerðinu á lífeyri Íslendinga.

Share This