Vegna umfjöllunar dv.is og rangtúlkunar þeirra á því sem hér er sagt um málið er rétt að taka fram að Þjóðfylkingin hefur ekki í hyggju og að reka sína baráttu á hatursorðræðu né heldur fordómum og hefur aldrei gert. Þessi orðsending frá Samfylkingunni er ekkert annað en hræsnisfull tilraun til þess að þagga umræðuna eins og lesa má út úr svari okkar hér að neðan. Fréttatilkynning okkar sem send var á alla fjölmiðla er svo hljóðandi:

Eftirfarandi áskorun barst Íslensku þjóðfylkingunni frá einum frambjóðenda Samfylkingarinnar, Sabine Leskopf:

„Sæl og blessuð.

Eins og nefnt var um á fundinum í Ráðhúsinu sl. laugardag vil ég fyrir hönd Samfylkingarinnar bjóða ykkur öllum að taka undir eftirfarandi yfirlýsingu:

Við fögnum fjölmenningarlegt samfélag í Reykjavík og heitum því að nota hvorgi hatursorðræðu í komandi kosningarbaráttunni né að notfæra okkur fordómar gegn innflytjendur.“

(á ensku: We support Reykjavik as an intercultural city and will not use hate speech or try to cash in on prejudice against immigrants in the coming campaign.)“

Bestu kveðjur, Sabine Leskopf. Frambjóðandi Samfylkingarinnar

Sem svar vill Þjóðfylkingin taka fram:

Íslenska þjóðfylkingin hefur það ekki á stefnuskrá sinni að styðja við óheftan innflutning hælisleitenda eða flóttamanna á kostnað íslenskra skattgreiðenda eða á kostnað útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Íslenska þjóðfylkingin styður ekki fjölmenningarsamfélag á Íslandi í þeim skilningi að hér búi margar þjóðir með sitthvora menninguna eins og allir aðrir flokkar á Alþingi eða núverandi meirihluti í Reykjavík, þar með talinn flokkur Sabine, virðast stefna að. Svo kallað „fjölmenningarsamfélag“ er stefna sem hefur verið þröngvað upp á þjóðina að henni forspurðri.

Við fögnum heiðarlegu erlendu fólki sem kemur hingað í þeim tilgangi að vinna eða setjast hér að og aðlagast íslensku samfélagi og verða Íslendingar. Ætlun Íslensku þjóðfylkingarinnar er að beina öllum fjárhagslegum mætti borgarinnar til að greiða úr húsnæðisvandræðum Íslendinga í borginni og samfélagslegum og fjárhagslegum vandamálum sem margir borgarbúar standa frammi fyrir en mæta afgangi af hálfu borgaryfirvalda meðan erlendir hælisleitendur ganga fyrir.

Varðandi hatursorðræðu þá ætti Sabine og hennar meðreiðarsveinar í stjórnmálum að líta sér nær því engin gengur jafn hart fram í ljótri orðræðu gegn þeim sem ekki eru sammála Sabine og félögum en þau sjálf, og engin gengur jafn hart fram í að þagga niður umræður um straum hælisleitenda til landsins og hættuna af hugmyndafræði íslam og því kvenhatri og ofbeldi sem felst í boðskap Kóransins en Samfylkingin, femínistar og aðrir flokkar á vinstri væng stjórnmálana.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This