Jón Valur Jensson verður lagður til hinstu hvílu fimmtudaginn 16. janúar. Fráfall hans kom okkur í stjórninni í opna skjöldu eins og mörgum öðrum. 

Að leiðarlokum vill stjórn íslensku Þjóðfylkingarinnar þakka Jóni fyrir störf hans í þágu flokksins. Jón var mikill þjóðernissinni í jákvæustu merkingu þess orðs. Hann elskaði lands sitt og þjóð eins og við í Þjóðfylkingunni gerum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mörgum málum og var oft umdeildur fyrir þær. Hann hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni en gat tekið rökum og skipt um skoðun ef svo bar undir. Um það geta vinir og samferðamenn Jóns vitnað.

Í honum var ekki til neitt illt.

Stjórn íslensku Þjóðfylkingarinnar sendir aðstendum Jóns Vals samúðar kveðjur.

Share This