Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar stóð við stóru stefnumálin sem Þjóðfylkingin hefur sett fram í þessum borgarstjórnarkosningum í fyrsta kosningaþætti RÚV fyrir þessar sveitastjórnarkosningar. Flokkurinn býður fram í Reykjavík.

Guðmundur tók strax fram í upphafskynningu á stefnu flokksins að flokkurinn ætlaði að draga til baka loforð um lóð undir mosku í Reykjavík, að flokkurinn ætlaði að gera ferðir með strætó fríar fyrir námsmenn og að flokkurinn ætli að endurreisa Verkamannabústaðakerfið og koma fátækum Íslendingum í húsaskjól. Til að greiða fyrir umferð í Reykjavík ætlar flokkurinn að reisa mislæg gatnamót og minnka svifryk með því að láta sópa götur reglulega líkt og er gert í okkar nágrannalöndum. Guðmundur gat líka komið því að, að flokkurinn ætlar að endurreisa véladeild Reykjavíkur (oft kallað bæjarvinnan hér áður fyrr).

Aðrir flokkar í þessum kosningaþætti voru mjög uppteknir af því að lofa frekara fjáraustri í að taka hér á móti sem flestum hælisleitendum og vildu að börn hælisleitenda gegnu fyrir í menntakerfinu.

Það er þvert á stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar sem ætlar að rifta öllum samningum við útlendingastofnun og Rauða krossinn um að hælisleitendur gangi fyrir í húsnæði og skóla á vegum borgarinnar.

Share This