Það eru ánægjuleg tíðindi að landsmenn styðja núverandi stjórnarskrá samkvæmt könnun sem gerð var nýlega. Það rímar við stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar sem hefur lýst yfir stuðningi við núverandi stjórnarskrá og hafnað öllum breytingum sem lúta að því að skerða rétt forsetans til að skjóta málum til þjóðarinnar og hafnað að leyfa frekara valdaafsal í stjórnarskrá til erlendra ríkja líkt og þingmenn virðast flestir styðja.

Núverandi stjórnarskrá má bæta með ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnlagadómstól og hafa tillögur um það verið á stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar frá stofnun. 

Tillögur um slík ákvæði skelfa ráðandi valdastétt á Íslandi enda veit hún sem er að þannig myndu venjulegir Íslendingar geta haft öflugt aðhald á hvítflibba stéttinni í landinu og landsölu fólkinu.

Share This