Ástæða er til að hvetja Miðflokksþingmenn áfram í baráttu sinni við að koma í veg fyrir að landsölupakkinn, oft nefndur orkupakki 3, fá auðvelda framgöngu í þinginu.

Barátta Miðflokksins er í anda Þjóðfylkingarinnar þó ekki séu stefnumál þessara tveggja flokka eins í einu og öllu og eflaust ágreiningur um ýmislegt eins og innflytjendamál sbr. yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttur.

En ekki er ástæða til að þegja yfir því sem aðrir flokkar gera vel og í þessu máli er barátta þeirra í Miðflokknum aðdáunarverð að standa í hárinu á landsölu fólkinu í lýðskrumsflokkunum  – Sjálfstæðisflokknum, Vinstrigrænum, Samfylkingunni, Auðmanna klíkunni í Viðreisn, Framsóknar flokknum og öfgasinnunum í flokki Pírata.

Þjóðfylkingarfólk sendir Miðflokksþingmönnum baráttu kveðjur og vonar að þeim takist ætlunarverk sitt.

Share This