Guðmundur Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar skrifar:

Oft er gott að sjá stjórnmálaumræðuna, þegar maður er staddur erlendis. Hlustaði á veiklulegt hjal Eyþórs, er hann ræddi við ómálefnalegan Dag í kastljósi. Það er bara eitt sem hægt er að segja um núverandi stjórn borgarinnar og það er að hún er gagnslaus, ákvörðunarfælin og með allt niður um sig í öllum málum.   Það er sama hvar stigið sé niður fæti, allt kerfið er í molum, nýjum loforðum fleygt fram og ætlast til að kjósendur gleypi stöðuna. Tími Dags og Holu Hjálmars eru liðnir. Nú þarf sterka stjórn til að takast á við þau mörgu mál sem hafa verði látin drabbast síðast liðin 8 ár.

Þar skal fyrst nefna skóla og dagvistunnar mál. Að ætla að koma með það núna, að það sé verið að skoða vandamálið, sýnir einungis að Dags-stjórnin er ekki starfi sínu vaxin og á að fara frá því hún ræður ekki við vandamálið, það sýna nýlegar kannanir sem birst hafa og setja börn okkar á stall meðal þróunarríkja en ekki meðal menntaðra þjóða. Íslenska þjóðfylkingin er tilbúin með úrlausnir sem koma þarf í framkvæmd strax svo ekki fari illa fyrir ungviði okkar, það er nefnilega óraunhæf stjórnarstefna sem Dags-stjórnin viðhefur, það er að setja allt í nefnd og skoða síðar, þegar allt er komið í óefni. Svo þegar leitað er svara vegna óstjórnar núverandi borgarstjórnar, er skuldinni komið yfir á einhverja aðra.

Byggingarmál hafa aldrei verið í slíkum ólestri eins og undir stjórnarstefnu núverandi borgarstjórnar Reykjavíkur og rær það við einteyming, er Dagur borgarstjóri finnur ekkert annað, til að axla ekki ábyrgð, að kenna vöntun á byggingarkrönum um ástandið sem hann hefur búið til síðastliðin 8 ár. Þvílíkur aumingjaskapur hefur ekki sést á byggðu bóli. Hræðsla núverandi borgarstjórnar við að taka til hendinni er slík að ungt fólk flyst til nágranna sveitafélaganna, í stað þess að setjast að innan höfuðborgarinnar. Það eru til nóg af lóðum innan höfuðborgarinnar. Þeim vill Íslenska þjóðfylkingin koma til þeirra sem vilja hefja framkvæmdir, lóðirnar verði afhentar á viðráðanlegu verði. Samið verði við bankastofnun hvort heldur sé Íslenska eða erlenda um að létta undir með þeim sem vilja setjast að í Reykjavík.

Samgöngumál eru til þvílíkra vansa fyrir núverandi Dags-stjórnina, að það eitt og sér ætti að duga til að koma borgarstjórninni frá.   Allir vita þrautagöngu ákvörðunarleysis núverandi meirihluta Reykjavíkur í samgöngumálum, og til að gera borgarbúum enn ljósari eigin heimsku, keppast þeir við að gera akbrautir að hjólabrautum, úthluta lóðum svo ekki verði hægt að koma við stofnbrautum, en kvarta síðan yfir að umferðin gangi ekki greiðlega. Er hægt að bjarga slíku fólki. Nei því verður ekki viðbjargandi, það mun halda áfram sömu vitleysunni.   Íslenska þjóðfylkingin er með lausnamiðuð úrræði í samgöngumálum höfuðborgarinnar, sem og höfuðborgarsvæðisins, þar sem tekið er tillit til þátta er varða almenningssamgöngur, fólksflutninga, vöruflutninga sem og einkabifreiðarinnar. Núverandi hugmyndir um borgarlínu teljum við að komi ekki til með að virka sem skildi og þurfi endurskoðunar við. Þó skal þess getið að Íslenska þjóðfylkingin er fylgjandi lausnamiðuðum almenningssamgöngum sem nýta myndu innlenda orku. Þess vegna þarf að skoða marvissar kjarnaleiðir sem stofnbrautum, þar sem aðrir vagnar myndu keyra út frá. Slík endurskoðun á sér stað í nokkrum borgum, sem sjá má í fréttatengdum netmiðlum og blöðum sem um þessi mál fjalla. Hreinsun gatna og stíga er núverandi stjórn til þvílíkrar skammar að ekki neinu tali tekur. Svo ekki sé talað um þá vanlíðan sem það veldur þeim er eru gangandi eða hjólandi í nágrenni stofnbrauta. Því skítur það skökku við er hjólandi Holu Hjálmar, skuli ekki láta þrífa betur í hringum sig. Þá skal það einnig komið á framfæri hér, að ef flutningur landsspítala upp á Hólmsheiði yrði að veruleika, myndi umferðaþungi færast þannig til, að um 4000 bifreiðar myndu nýta gatnakerfið í gagnstæða átt á há annatíma dagsins. Þetta kallast að rétta flæðislínu umferðamannvirkja af.

Share This