„Við munum aldrei flytja inn hrátt kjöt ef við viljum það ekki,“ sögðu evrópusambands aðdáendur þegar við  gengum í EES. Það er að sýna sig að það voru ósannindi. Nú er verið að undirbúa innflutning á hráu kjöti þrátt fyrir viðvaranir til dæmis lækna sem eru sérfræðingar í sýklaónæmi. „Íslendingar voru einfaldlega dæmdir til að flytja hrátt kjöt inn og við verðum því að gera það þó við viljum það ekki,“ segir sama fólkið núna og fullyrti að við réðum því sjálf. Þegar Íslendingar gengu í Schengen birti þáverandi dómsmálaráðherra ávarp til Íslendinga um að fé til löggæslu yrði stóraukið og lögreglumönnum fjölgað. Tilefni ávarpsins voru viðvaranir um að aðild að Schengen myndi opna landið fyrir erlendri skipulagðri glæpastarfsemi, mannsali og eiturlyfjasölu. Það er löngu búið að sýna sig að þetta loforð var ósannindi og blekking eins og öll önnur þegar kemur að ESB/EES og fullveldis afsali. Þvert á móti hófst fjársvelti til lögreglunnar fyrir alvöru og stendur enn og það hófst á vakt Sjálfstæðisflokksins og stendur enn á vakt Sjálfstæðisflokksins (!). Erlend skipulögð glæpastarfsemi hefur skotið hér rótum, mannsal hefur skotið hér rótum og eiturlyf eru nú framleidd hér á landi til útflutnings í boði ESB og EES samningsins og þeirra stjórnmálamanna og flokka sem verja EES og ESB fram í rauðan dauðan.

Nú er kyrjað einum rómi af sama fólkinu að við verðum að innleiða 3. orkupakka ESB þó sú innleiðing er sögð ekki muni hafa nein áhrif nema við leggjum sæstreng „en hann verður aldrei lagður nema við viljum það!“ Það er athyglisvert að það fólk sem nú kyrjar þennan söng er sama fólkið og fullyrti að okkur bæri siðferðileg skylda til að borga icesave. Það reyndust auðvitað ósannindi og blekkingar. Það sama á við um málflutning þeirra í 3. orkupakkamálinu. Málflutningur þeirra er ósannindi og blekkingar. Það sjá allir í gegnum þennan málflutning enda þjóðin á móti innleiðingunni. Þetta fólk ætlar sér stela þessari auðlind líkt og það hefur stolið fiskiauðlindinni og bönkunum. Baráttan um réttláta skiptingu þjóðarkökunnar er ekki lengur stéttabarátta eins og áður fyrr, heldur barátta milli okkar og þeirra. Það hefur oft verið sagt að fólk virðist breytast við það að komast á þing og er þá vitnað í skyndilega gleymd kosningaloforð og sumir telja sig verða vara við að þingmenn, margir hverjir, séu komnir í sérhagsmunavörslu fyrir erlend öfl og innlend. Og ekki bætir úr skák ef tilfellið er að menn verða ekki bara gleymnir á kosningaloforð heldur líka hraðlygnir við það að setjast inn á þing.

Íslenska þjóðfylkingin setti það í stefnuskrá sína við stofnun árið 2016 að berjast gegn lagningu rafmagnssæstrengs úr landi enda var þá strax einsýnt að það myndi hækka rafmagn á íslensk alþýðuheimili um tuga prósenta eins og hefur gerst í Noregi.

Þjóðfylkingin setti líka fram þá kröfu í stefnuskrá sinni við stofnun, að EES samningurinn yrði endurskoðaður með það að markmiði að gera hann að fríverslunarsamning, en ESB gæti hirt sitt lagagerða bull. Flokkurinn ítrekar hvort Íslendingar hefðu verið sáttir við það að í fríverslunarsamningnum við KÍNA hefði verið ákvæði um að Ísland þyrfti að taka upp tilskipanir og lög frá Kína?

Íslenska þjóðfylkingin krefst endurskoðunar á EES samningum enda er hann brot á fullveldi og stjórnarskrá Íslands. Ef ekki nást samningar um endurskoðun samningsins við ESB þá er einsýnt að Íslendingar segi honum upp.

Og ekki væri það verra.

Share This