Það er broslegt að lesa frétt um að ungt fólk í nýfrjálshyggju flokknum Viðreisn hafi kosið sér stjórn og ályktun þessarar nýju stjórnar er ekki síður spaugileg. Eins og flestir vita er flokkurinn flokkur peningaaflanna á Íslandi og með marga spillta gæðinga innan borðs. Til að mynda er formaður flokksins kölluð kúlulánadrottning eftir hrunið og hún dró sig í hlé frá „glæstum frama“ í Sjálfstæðisflokknum eftir harða gagnrýni fólksins í landinu fyrir hennar þátt í spillingunni sem tröllreið bankakerfinu fyrir hrun. Helst muna margir eftir henni úr fréttum, beinni útsendingu frá Valhöll þar sem hún sagði að hrunið væri nýr og spennandi tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn og að flokkurinn ætlaði að skoða aðild að ESB.

Flokkurinn Viðreisn var stofnaður af uppgjafar ESB sinna sem kemur líka úr Sjálfstæðisflokknum og er innmúraður í Engeyjar ættina. Varaformaðurinn núverandi er líka uppgjafa Sjálfstæðismaður, nýfrjálshyggjumaður, fyrrverandi innsti koppur í búri atvinnurekanda og mikill talsmaður ýmiss konar annarra mála á Alþingi en að bæta kjör Íslendinga. Hans helsta áhugamál er nýfrjálshyggja og pólitísk helgislepja. Svona í ætt við anarkisma eins og til dæmis að brjóta á bak aftur rætur Íslendinga varðandi nafna hefð. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er með hjarta sem slær í taka við þetta landflótta sjálfstæðisflokks lið. Ekki kæmi á óvart að núverandi formaður Viðreisnar og núverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins séu pólitískir síamstvíburar miðað við málflutning þeirra beggja. Ef til vill er stutt í að varaformaður Sjálfstæðisflokksins fari flótta leið yfir í Viðreisn ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þriðja orkupakka ESB.

En aftur að silfurskeiða ungmennunum í Viðreisn. Ungliðahreyfing nýfrjálshyggjunnar og peningafólksins hefur kosið sér nýja stjórn. Í tilkynningu frá nýju nýfrjálshyggjustjórn Uppreisnar, ungliða deild Viðreisnar, er alþjóðahyggjan allsráðandi og alið á hræðslu við það að hafa skoðanir eða vera þjóðhollur. Eins og við er búast frá fólki sem er hrætt við skoðanaskipti og að einhverjir vilji forgangsraða þeim peningum sem þeir hafa greitt með vinnu sinni í gegnum árin í sjóði til að tryggja öryggi sitt í ellinni eða við veikindi, þá leggur silfurskeiða liðið í ungliðahreyfingu Viðreisnar til að hér skuli tekið við öllum hælisleitendum sem hingað flækjast og að þeir peningar sem hinn venjulegi verkamaður eða fólk úr millistétt á Íslandi hefur greitt í velferðarkerfið sé nýttur í þágu þeirra sem detta inn á landamærum okkar og segjast vera hælisleitendur. Í tilkynningu frá gamla nýfrjálshyggju stuttbuxnaliðinu úr Sjálfstæðisflokknum segir í frétt mbl.is:
í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu er varað við öfga­hreyf­ing­um sem ali á út­lend­inga­h­atri og sundr­ung með því að telja kjós­end­um trú um að fólk af er­lend­um upp­runa sé hættu­legt.

Það er orðið öfugsnúið þegar öfgahreyfing nýfrjálshyggjunnar, Viðreisn, sem boðar fátækt á Íslandi, boðar andúð á samlöndum sínum, boðar fullveldisframsal til ESB, boðar niðurrif á íslenskri nafna hefð, telur sig vera í aðstöðu til að vara við flokkum eða fólki sem er þjóðrækið og vill standa vörð um íslenska menningu og sjálfstæði landsins. Þetta silfurskeiða fólk trúir ekki á neitt annað en -The almighty euro – og er hættulegra íslenskri menningu og sjálfstæði en Íslenska þjóðfylkingin verður nokkurn tímann. Þjóðhollt fólk eins og við sem skipum Þjóðfylkinguna höfum aldrei haldið því fram að fólk af erlendum uppruna sé hættulegt. Þvílík fáfræði og þvílíkt bull!

Þvert á móti höldum við því fram að Íslendingar eins og Viðreisnarfólk sem aðhyllist öfgahugmyndir nýfrjálshyggjunnar, landsölu fólk, sé stórhættulegt landi og þjóð.

Miklu hættulegra en fólk af erlendum uppruna á Íslandi.

Höfundur: Helgi Helgason, situr í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This