Það er ánægjulegt og ef til vill nokkuð óvænt að dómsmálaráðherra virðist ekki ætla að láta kúga sig til þess að breyta reglugerð vegna fólks sem segist á flótta vegna ofsókna. Góða fólkið á Íslandi með fulltingi fréttastofu ríkisútvarpsins gerir nú harða atlögu að stjórnsýslunni vegna egypta og fjölskyldu hans sem segjast vera á flótta undan ofsóknum í heimalandinu. Á netinu hafa birst fullyrðingar um að maðurinn tengist hryðjuverkasamtökunum Bræðralagi múslíma sem eru mjög ofstækisfull og full af hatri á öllu vestrænu og kristni.

Samtök þessi stóðu fyrir drápinu á Anwar Sadad sem var forseti Egyptalands. Þau hafa lýst því yfir að þau stefni að því að gera Egyptaland að íslömsku ríki og mynda þar ógnarstjórn líkt og ríkir í Íran.

Í þetta sinn virðist stjórnsýslan og dómsmálaráðherra ætla að setja skrílnum á fréttastofu RÚV, Stundinni og öðrum þeim sem heimta að reglugerðum sé breytt eftir þeirra höfði og hentugleika, stólinn fyrir dyrnar, og þó fyrr hefði verið!

Algjörlega nauðsynlegt er að ný útlendingalög verði samþykkt sem fyrst til að koma í veg fyrir að fólk sem segist flóttamenn fái strax úrskurð og menn geti ekki skýlt sér á bak að fólkið hafi skotið hér rótum. Unnt sé að vísa því strax úr landi en góða fólkið gerir sér alltaf að leik að reyna að spila á tilfinngar fóllks um að börn séu byrjuð í skóla og svo framvegis.

Dómsmálaráðherra má búast við því að næstu vikur verði hún ofsótt af fjölmiðlum. Fréttablaðið mun birta haturs leiðara, rúv mun hamast á ráðherra og palistínuarabarinn í samfylkingunni mun leggja sitt á vogarskálarnar ásamt Helgu Völu þingmanni og navíista. Eflaust munu Vinstri-græn vega að ráðherranum úr launsátri eins og þeirra er von og vísa.

Framganga Áslaugar er óvænt en ánægjuleg. 

Share This