Skrifstofan var opin í dag fyrir gesti og gangandi. Það er ánægjulegt að segja frá því að gestagangur var hjá okkur og líflegar umræður og gaman að sjá ný andlit. Við eigum greinilega trausta stuðningsmenn. Kaffið heppnaðist með ágætum og hafrakexið smakkaðist vel sem reitt var fram með kaffinu.

Við getum líka sagt frá því að okkar beið tilkynning um ábyrgðarbréf frá dómsmálaráðuneytinu vegna svars við athugasemdum sem flokkurinn sendi til Eftirlitsnefndar með stöfum lögreglunnar (vegna Eyrúnar Eyþórsdóttur „haturslöggu). Við munum greina frá svarinu síðar. Við þökkum þeim sem litu við og munum örugglega hafa opið hús aftur fljótlega. Myndin sem fylgir er á ábyrgð myndasmiðs sem athugaði ekki að setja „flassið“ á. Sjáumst kát og hress á næsta opna húsi.

Share This