Við hvetjum stuðningsmenn til að hjálpa til við að safna undirskriftum á meðmælalista.

Smella til að sjá frétt RÚV hér.

Þjóðfylkingin líklega bara fram í borginni

Íslenska þjóðfylkingin stefnir að því að bjóða fram í Reykjavík. Að sögn Helga Helgasonar, stjórnarmanns í flokknum, er nú hafin vinna við undirbúning framboðsins. „Líklega verður bara boðið fram í borginni. Það eru uppi hugmyndir um að bjóða fram í Reykjanesbæ. Það er ekki vitað núna í hvora áttina það gæti farið,“ segir Helgi. Uppstillinganefnd raðar á lista flokksins í vor. Helstu stefnumálin í Reykjavík eru draga til baka leyfi fyrir byggingu á mosku og sömuleiðis að draga til baka leyfi fyrir viðbyggingu á Stofnun múslima á Íslandi í Skógarhlíð. Þá segir Helgi brýnt að endurreisa verkamannabústaði og ráðast í endurbætur á gatnakerfinu. Flokkurinn er ekki hlynntur borgarlínu. Helgi telur margt óljóst í kringum þá fyrirhuguðu framkvæmd.

Share This