Stjórnarfundur var haldinn hjá Íslensku þjóðfylkingunni síðastliðinn sunnudag. Stjórnin fundar reglulega, bæði formlega og óformlega.

Farið var yfir stöðu stjórnmála eftir kosningar og ýmiss önnur mál rædd.

Þjóðfylkingin er og hefur verið í sambandi við margt gott fólk og sérstaklega erum við ánægð með áhuga sem ungt fólk er að sýna okkur.

Í því ljósi ræddi stjórnin hvort nú væri tímabært að hefja undirbúning að næstu alþingiskosningum en engin ákvörðun var tekin um það á þessum fundi.

 

Share This