Söfnun meðmælenda fyrir framboði í Reykjavík er komin vel af stað en er ekki lokið. Það var líflegt kaffispjall á skrifstofnunni síðustu helgi og reyndar helgina þar á undan. Borgarmálin hafa verið krufin og góðar ábendingar um stefnu hafa komið fram sem settar verða í sarpinn.

Það verður opið hjá okkur næstu helgi, laugardag 3. febrúar og sunnudag 4. febrúar frá kl. 13 – 15  – þar sem við munum taka við meðmælum og meðmælandalistum vegna framboðs í Reykjavík. Kaffi á könnunni. 

Share This