Það hefur verið líflegt á skrifstofu Íslensku þjóðfylkingarinnar síðustu helgar. Margir hafa komið við og skrifað undir framboð okkar í Reykjavík og er ekki mikið eftir til að gera framboðið mögulegt. Margar góðar ábendingar hafa komið fram. Margir eru sammála því að leggja áherslu á að draga til baka lóðaúthlutun undir mosku en ekki síður að leggja áherslu á að endurbæta gatnakerfið og endurreisa félagslega íbúðakerfið og að láta Íslendinga ganga þar fyrir erlendum hælisleitendum.

Það verður opið á skrifstofunni hjá okkur næstu laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13 – 15.

Við bjóðum upp á kaffisopa og með því.

Share This