Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, vill senda öllum þeim er studdu við framboð flokksins, okkar fyllsta þakklæti. Þá vill stjórnin taka fram, að hvorki flokkurinn né þeir sem unnu við að skrásetja meðmælalista, bera ábyrgð á illa fengnum gögnum, enda gert í góðri trú að þeir væru í lagi. Því var sjálfgefið að draga framboð flokksins til baka.

Stjórnin mun fara yfir verklag og byggja upp flokkinn að nýju, þannig að slíkt komi ekki fyrir aftur.

Viðurkennt hefur verið í fjölmiðlum að núverandi kosningarfyrirkomulag er úrelt, þarfnast breytinga og munum við fylgjast vel með þeirri framkvæmd. Það er miður að Íslenska þjóðfylkingin hafi ekki getað boðið fram að þessu sinni, enda landsmönnum ljóst að umræða um opin landamæri, útlendingalöggjöf og kostnað því samfara er ekki lengur rætt í núverandi kosningabaráttu. Eingöngu eru ræddir loforðaflaumar, sem munu kosta aukna skatta, með fyrirsjáanlegri verðbólgu í framhaldi. Íslenska þjóðfylkingin tekur ekki þátt í slíkum upphrópunum.

Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram baráttu sinni til verndar íslenskri menningu og grunngildum þjóðarinnar, en til að ná árangri þurfa fleiri þjóðhollir Íslendingar að leggja flokknum lið, með því að skrá sig í flokkinn og vera tilbúnir til að veita honum brautagengi í næstu kosningum.

Share This