Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem hörð andstaða flokksins er undirstrikuð gegn nýjum sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur ýmist verið nefndur flóttamálasáttmáli, förumannasáttmáli eða fólksflutningasáttmáli. Þjóðfylkingin mun þegar í stað ógilda undirskrift Íslands að þessum sáttmála sem brýtur í bága við stjórnarskrá Íslands, líkt og EES samningurinn og samningurinn um Schengen.

Það kemur reyndar ekki fram í þessari tilkynningu en flokkurinn mun líka ógilda þriðja orkupakka ESB verði hann samþykktur af núverandi ríkisstjórn.

Share This