Það var sorglegt að fylgjast með hvernig forsætisráðherra og utanríkisráðherra föðmuðu og kysstu leiðtoga ríkja og ríkjasambands sem stefnir að því að gera Ísland sér undirgefið. Undirgefni og ræfilsháttur forystumanna í ríkisstjórn var niðurlægjandi fyrir land og íbúa.

Forsætisráðherra lét eins og sigur hefði unnist í millilandaflugs málinu. Það var öðru nær. Frekar var algjör ósigur og undirgefni af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ESB. Og það þrátt fyrir stórkallalegar yfirlýsingar forsætisráðherra og utanríkisráðherra áður um að aldrei verði innleidd hér tilskipun ESB varðandi millilandaflug enda myndi það ganga af íslenskum flugfélögum dauðum. Á sama tíma liggur fyrir þinginu frumvarp sem selur fullveldi úr landi og gefur ESB lagasetingarvald hér á landi.

Niðurstaðan var að forsætisráðherra ákvað að setja upp bros þegar von der Leyen laug blákalt upp í opið geðið á henni. Við getum verið alveg viss um það að ESB meinar ekkert með þessari yfirlýsingu sem gefin var á sameiginlegum blaðamannafundi varðandi tveggja ára aðlögun vegna útblásturs millilandaflugs til og frá landinu. Hún er gulrót til að ýta á að hér verði innleidd tilskipun sem gefur ESB lagasetningarvald á Íslandi og hefur verið í fréttum undanfarið. Með framlagningu frumvarps utanríkisráðherra um staðfestingu þessarar tilskipunar sýnir utanríkisráðherrann veikleika en ekki síst undirferli gagnvart þjóðinni.

Við skulum einnig vera minnug þess að ESB beitti okkur hörku og lygum þegar það reyndi að neyða íslenskan almenning til að greiða skuldir annarra (Ice-save) sem hefði verið hreinn þjófnaður af þeirra hálfu. Þeir sem gengu harðast fram í að telja þjóðinni trú um að við yrðum, ættum og bæri „siðferðisleg skylda“ til að greiða var einmitt flokkur Katrínar Jakobsdóttur – Vinstri græn. Svo bættis Bjarni við þegar hann snarsnérist og taldi að okkur bæri að greiða. Það væri „kalt mat hans“

Nú er þetta saman safn af evrópskum þjófum og lygurum farið til síns heima. Eftir sitja Katrín og langa nafna vitleysa með auman afturenda sem þjóðin öll mun einnig finna fyrir eftir ekki svo langan tíma.

Þessa þjófa og lygara föðmuðu þær stöllur og kysstu í bak og fyrir til að undirstrika undirgefni sína við þá.

En þjóðin sýndi þessum fundi lítinn sem engann áhuga.

Við í Þjóðfylkingunni höldum ennþá fast í stefnu okkar að ekki verði gengið í Evrópusambandið og krefjumst enn frekar að EES samningnum verði þegar í stað sagt upp og gengið til tvíhliða viðræðna við ESB um fríverslunarsamning sem stenst stjórnarskrá.

Það er ekkert að því að eiga góð samskipti og viðskipti við ESB en í ljósi fyrri samskipta og óheiðaleika ESB þá verðum við að vera þess meðvituð að ESB mun ganga á okkar hagsmuni og sölsa það sem þeir geta udir sig komist þeir upp með það.

Share This