Íslenska þjóðfylkingin vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þöglu mótmælunum á Austurvelli og öðrum þeim er hafa sýnt málefninu stuðning.

Það er þessum þöglu mótmælum að þakka að það opnuðust augu Íslendinga um vanvirðingu NO BORDERS-liða, borgarstjórnar Reykjavíkur og efnahagsflóttamanna á helgum stað gegn réttarríkinu á Íslandi. Vanvirðingin gegn móttökuríkinu Íslandi og þeim fjármunum sem hinn almenni skattgreiðandi leggur til þessa málaflokks sýnir helst hug þessa fólks. Við viljum einnig þakka Halldóri Blöndal fyrrverandi ráðherra og forseta alþingis, hans hlut í að opna augu sumra fjölmiðla sem nú blöskrar ástandið.

Það er Íslensku þjóðfylkingunni að þakka að búið er að rýma Austurvöll og okkar stærsta sjálfstæðistákn fær notið sín að nýju.

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Share This