Íslenska þjóðfylkingin óskar Íslendingum til hamingju með fullveldið. En það kann að hljóma ótrúlega en svo virðist sem þeir tímar sem nú eru uppi í stjórnmálum að þá hefur fullveldið aldrei verið í meiri hættu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir, ekki síst sá sem kennir sig við sjálfstæði, hafa í gegnum árin klipið af fullveldi landsins með eftirgjöfum til erlends valds í gegnum EES samninginn. Sá samningur er í hugum margra íslendinga brot á stjórnarskrá íslands og hefur alltaf verið.

Nú ætlar landsölu fólkið á þingi að kasta grímunni og ganga enn lengra en það hefur áður gert og selja auðlindir okkar undir vald erlendra ríkja og stórfyrirtækja. Þar fer fremst í flokki nýsköpunarráðherrann og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og blikkar ekki auga við enn einu stjórnarskrábrotinu.

Þetta fólk og þessir gömlu flokkar hjálpuðu innlendum og erlendum glæpamönnum að stela peningum okkar í gegnum bankanna og með hjálp EES samningsins, sem stuðlaði að algjöru hruni. Peningarnir okkar fóru úr landi og komu svo aftur til landsins, voru keyptir aftur af okkur sjálfum með 20% aflsætti í Seðlabanka Íslands þar sem marxistinn, seðlabankastjórinn sem lærði sín fræði í Kína, ræður ríkjum. Nú ætlar þetta fólk að stela af okkur orkuauðlindunum í gegnum áður nefndan EES samning.

Hafi þessi stjórnmálalýður skömm fyrir!

Í dag, 1. desember árið 2018, hefur aldrei verið meiri ástæða til að standa fast vörð um fullveldið því aldrei hefur verið sótt eins fast að ná því af okkur.

Íslenska þjóðfylkingin mun aldrei gefa eftir þumlung af fullveldi landsins og komist hún til einhverra áhrifa mun það verða fyrsta verk flokksins að sækja til baka það fullveldi sem lýðskrumararnir á Alþingi hafa gefið eftir í gegnum árin. Eitt af því verður að endurskoða EES samningin með það að markmiði að gera hann að fríverslunarsamningi en ESB má eiga sínar tilskipanir og lög sjálft.

Til hamingju Íslendingar með fullveldisdaginn í dag 1. desember 2018.

Fyrir hönd Íslensku þjóðfylkingarinnar, formanns og stjórnar,

Helgi Helgason

Share This